Þú neitaðir öllu,
Öllu um litla eplið
Eplið
Sem þú kallaðir þitt
Allir sögðu að eplið væri ónýtt
En þú neitaðir því
Því að litla eplið
Eplið þitt
Nei það gat ekki verið
Þú horfðir á eplið
Fallega eplið
Sem var
Eldrautt og glansandi
En það var þín sjón
Þér fannst að eplið kallaði á þig
Og segði þér að bíta í það
Til að bragða á því
En í rauninni var eplið
Eldgamalt
Og löngu úldið
Þú tókst eplið upp
Og ætlaðir að bíta í það
Til að sanna að það væri alls ekki ónýtt
En þá sástu
Stóru, ljótu skemmdina.
Sem hafði verið þar allan tíman
En þú bara sást hana ekki
Þú ældir næstum
En svo tókstu litla ógeðslega eplið
Og hentir því
Hentir því í ruslið og
Þú horfðir í dimmu ruslafötuna
Og hugsaðir
Að þú myndir aldrei sjá eplið aftur
Aldrei aftu