Hafið þið ekki tekið eftir því hvernig
auglýsingarnar í sjónvarpinu
fljóta
framhjá
þegar þið eruð að bíða eftir
uppáhalds þættinum ykkar.

Þegar hún er búin veit engin hvað
var verið að auglýsa af því það
hlustaði engin.
Ekki nokkur maður.

Ætli það sé líka þannig þegar við tölum við fólk?

Að það bíði bara eftir að við þögnum
svo það geti farið að hlusta
á eitthvað sem það virkilega vill heyra.

Ég held ég þegi bara í framtíðinni.