Halló halló,
núna eru bara 12 dagar til jóla, ca 16 dagar síðan ljóðabókin “hundrað og eitt ljóð” kom út. Gaman að því :) Komst að vísu ekki í útgáfupartýið þó svo ég hefði viljað það - but that´s life.
Þegar var hringt í mig og ég beðin um leyfi til að birta eitt ljóðanna minna í bókinni var ég himinlifandi - í skýjunum - enginn smá heiður … finnst mér :) Er ungt og óreynt “skáld”, birti öll mín “ljóð” á www.ljod.is og hef gert frá stofnun síðunnar. Verð nú að viðurkenna að ég er þó mjög óörugg með “ljóðin” mín … en er að skána og var það stórt skref hjá mér að samþykkja birtingu í bók sérstaklega þar sem ég í daglegu lífi sem persóna er mjög óörugg með sjálfa mig og það sem ég geri - hrædd við neikvæða gagnrýni þar sem ég er enn að læra að taka henni sem leiðbeiningu en ekki sem árás á mig persónulega - þó svo gagnrýni á störf sem maður geri eru gagnrýni á mann persónulega.

Allavega þá var mér sagt í þessu símtali sem ég fékk að ég myndi fá send 2 eintök af bókinni í byrjun desember (það er 12 desember þegar ég skrifa þetta .. veit ekki hvenær eða hvort þetta verði samþykkt) allavega þá man ég að ég hugsaði “VÁ tvö eintök … á annað en hvað geri ég við hitt … hmmmm” en svo vildi til að allir mínir nánustu fóru að heimta eintak - okey hugsaði ég - ég gef foreldrunum eitt eintak og nánri vinkonu hitt - fullkomin jólagjöf … finnst mér :) En allavega, þá eru 12 dagar til jóla í dag og síðasti séns í dag að senda pakka til Evrópu …. þar fór það að gefa vinkonunni eintak í jólagjöf því að ég er ekki búin að fá bækurnar mínar :(
Ég er búin að hafa samband ca 100 sinnum við stjórnendur síðunnar og sögðust þeir aldrei geta gert neitt … þeir sögðust hafa sent allar bækurnar út fyrir meira en viku síðan … sögðu að ég gæti keypt eintak á 1000 kall !!!!!! Jæja mér finnst hafa verið brotið á rétti mínum sem höfundi í bókinni, mér var sagt að gegn birtingu á ljóði mínu fengi ég tvö eintök sem virðist sem ég fái ekki ! Mig langar til að spyrja þá sem lesa þetta og eiga rétt á 2 fríum eintökum af bókinni hvort þeir séu búin að fá sín eintök og hvenær þeir fengu þau. Mér sem óöruggri persónu í lífinu finnst ég hafa verið rugluð að trúa því og treysta að ég fengi minn hlut - klikk ég sko ! Eitt er víst að ég mun ekki GEFA ljóðin mín svona aftur án þess að fá nokkuð fyrir minn hlut.

Með fyrirfram þökk og þökk fyrir lesninguna á þessari geðbiluðu útrás minni
Nala