Þetta “ljóð” samdi ég fyrir möööörgum árum :)

Ég var að labba eftir götunni
þegar ég sá þig fyrst.
Ég man að þú varst í
blárri peysu við gallabuxur sem þú
varst að kaupa þér.
Ég man að þú brostir
svo fallega til mín - brosinu sem ég fæ
aldrei að sjá aftur.
Ég man að þú gekkst til mín og spurðir
hvort ég vildi koma í bíó
með þér.
Við fórum saman og þú
gekkst svo heim með mér og
kysstir mig blíðlega góða nótt.
Þú flaugst í burtu sem engill.
Þetta var þá bara draumur - draumur stúlku.

Gaman að rekast á eitthvað svona sem maður skrifaði á gelgjunni ;)