Ég fór í skólann, sat aftast eins og vanalega,
enginn tók eftir mér.

Ég labbaði heim, tveir strákar stríddu mér,
enginn tók eftir því.
Fór heim lærði,

ég hitti engan.
Sofnaði svo um kvöldið, dreymdi að allir tækju eftir mér og að ég væri einhvers virði,

Allir voru vinir mínir.
En svo vaknaði ég og sama gamla sagan endurtók sig
aftur, aftur, aftur, aftur, aftur, aftur, aftur aftur….

Þangað til ég varð mér sjálfri að bráð,
engin tók eftir því.