Ég læddist í skuggum efans,
hugsandi um hvað ég hafði orðið.
Ég lét annarra álit skipta mig máli,
hræddur við hvað fjölskyldan myndi segja.
Mig skorti innsýn á sjálfan mig,
hvað ég myndi segja ef annar ætti í hlut.
Ég flúði undan hugarfæddum fordómum,
sem ég var dauðhræddur við.
Ég hljóp og endaði sjálfur í skuggum,
skuggum hláturs illra manneskja.
Þær hlógu að mér og gerðu grín,
mig var farið að verkja í hjartað.
Ég kýldi manneskjurnar og tók mig á,
blés upp sjálfstraustið og dreif mig út úr skápnum.
Nú þegar ég hugsa aftur til þess tíma geri ég mér grein fyrir því,
fordómarnir voru hálf-raunverulegir.