Sál mín er eins og
uppkast að skáldsögu,
tilbúin fyrir þig
að lesa yfir og leiðrétta.

Hjarta mitt er eins og
viðkvæmt blóm
sem lifir ekki af
án hlýju þinnar.

Hugur minn er eins og
lítill krakki
á nammidag
í návist þinni.