Ég samdi þetta sem erindi í rapp lagi sem ég samdi fyrir kærustuna mína. Þetta er smá´ljóðræn tilfinning í þessu en ekki neinar djúpar pælingar eins og maður hefur oft lesið hér, en allavega vildi sýna eitthvað smá eftir mig hér og svona hljómar þetta….

Að vera ástfanginn er eitthvað sem er verulega skrýtið
En það ert þú sem hefur gefið mér tilgang í lífið
Það getur ekkert meitt mig, nema þín sterku orð
Ég vona að ég geti ávallt leitt þig, og verið með þér oft
Helst alltaf, með þér er gaman, það verður allt bjartara
Það besta við að elska þig er bara allt
Ég er fangin ástarinnar þannig að hjarta mitt er bráðnað
Með þér er ég glaðastur en án þín sakna þín og langar helst að gráta
Þú ert blóm líf míns og munt ávallt blómstra þar
Ef þú snýrð baki við mér kreistiru hjarta mitt og munt brjóta það
Fallegasta manneskjan með augu sem skína eins og demantar
Þú ert ljósið í lífi mínu skærasta ljós veraldar
Lýsir upp tilveruna mína með þinn glæsilegu birtu
Ég man fyrst er við hittumst, fyrst er við kysstumst
Sú minning verður mér ávallt sú kærasta
En allt sem þú hefur gert mér hefur gert líf mitt sælara


Kannski soldið væmið, en væmin er góð í hófi… takk og endilega segið mér álit á þessu.