Í augunum glitrar á glansandi tár
gegnum hjarta mitt rak ég minn hníf,
á sálinni fast er nú ógróið sár
sem togar í mitt sorglega líf.

Uppgjöfin, eina sem eftir ég á
er það, sem gera skal næst
heiminn á annan hátt skaltu sjá
hugsa það þori það fæst -
eigið líf í burtu nú skaltu má
að losna frá eilífri kvölinni fá.