Í Sturtu

Í sturtu er gott að skella sér,
fara úr fötum og vera ber,
eins og vera ber.

Sumir raula lítið lag
og fara í sturtu sérhvern dag,
til að halda búknum hreinum
og beinum.



Lukku Láki

Hann er skjótari en skugginn að skjóta.
Fyrir það hann verðlan ætti að hljóta.
Hann ferðast um á Léttfetanum fljóta.
Og eltir uppi kalla vonda og ljóta.

Er hann skýtur eins og skot
þá hverfur óðagot,
því sá bófi er byssulaus
sem hugðist fólkið ræna.


Nafnlausa apparatið

Ég veit ei hvað það heitir
þetta skrýtna apparat
því við eigum ei orð yfir það.
Nú ætla ég að bæta úr því
og það verður ekkert frat.
Héðan í frá við köllum það
Lestaeltingaapparat.
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.