Um daginn var ég úti að ganga með ástina.
Um daginn var ég úti að ganga með ástina og missti hana.
En ekki minn hluta, hann var heill.
Ég beygði mig niður til að týna upp brot ástarinnar en fann hvergi vonina og trúnna.
Ekki heldur kærleikann.
Það eina sem eftir var voru minningarnar um liðna tíma.
Ég hafði glatað ástinni með rangri umhyggju, við höfðum glatað henni.
Ég teygði mig niður eftir minningunum og raðaði brotunum í hjarta mitt.
Ég fann hvernig nístandi tómleikinn fylltist þar sem vonin, trúin og kærleikinn höfðu verið og hélt leið á fund unnasta míns, til að upplýsa hann um hin týndu brot ástarinnar.
Ég rétti honum nokkrar minningar og sagði; ” Hérna, hérna eru brot ástarinnar, ástarinnar okkar.”