Ég mæti þeim í vöku og draumi
ómæld sorg og ótti,
fyllir augu þeirra myrkri.

Hræðslan grefur sig djúpt,
í óharðnaðan líkamann.
Sum gráta í einrúmi,
enginn sér örvæntinguna,
hyldýpi brostinna vona.

Of hrædd til að fara heim
þar sem nóttin ríkjir daglangt,
við drykkju og glaum,
barsmíð og kvöl.

Og fáfræði okkar sem viljum hjálpa
ýtir þeim aðeins lengra,
fram á brún þverhnípisins.