Það er hálffurðulegt með mig, að ég yrki langmest þegar ég er í aljöru þunglyndi eða miklu uppnámi. Ég hef samið það sem ég lít á sem mín bestu ljóð, þegar ég vildi helst bara skjóta mig í höfuðið. Kannast einhver annar við þetta eða er ég bara geimvera? Hmmmm. Það er spurning.
Hérna er allavegana 1 ljóð. Ég samdi þetta þegar ég var sem bitrust eftir að hafa hætt með kærastanum mínum. Þetta er um hann en samt ekki. Lesið bara og endilega segið mér hvað ykkur finnst. Ég tek gagngrýni oftast vel :)


Myrkrið umlykur mig,
Ég sé ekkert, bara svart.
Ég sé ekki mínar eigin hendur,
en það er kannski eins gott,
því þær eru skornar eftir orð þín.
Hendur mínar frusu í hel
er þú ældir þínum kalda orðaflaumi yfir þær.
Nú sit ég í dimmu huga míns
og skynja ekki neitt nema kafnandi sortann
og minn eigin andardrátt og stöku sultardropa
sem fellur með skell á nakið læri mitt.
Ég er nakin fram fyrir heiminum.
Hann faðmar mig að sér að hrækir á mig á víxl.
Ég þrái hann heitt og fyrirlít, bæði í einu.
Mig langar að klóra úr honum augun, hægt,
meðan hann öskrar,
mig langar að strjúka honum blítt um vanga og
hvísla óprenthæf orð í eyra hans.
Mig langar að sjá hann kafna í sinni eigin ælu
og finna hvernig það er að vera ég.
SHH. '03