Fyrir ykkur Aglana þarna úti, er þetta ljóð ekki um neitt sérstakan Egil, Þetta er bara ljóð sem ég samdi upp úr þurru.
Svo ekki senda neinar kvartanir.

Egill situr fyrir framan spegil
Hann hugsar sína þungu þanka
Þar til að hann heyrir einhvern banka
Hann fer og gáir hver er þar
En skilur óvart eftir undarlegt far
Í dyragættinni stendur hettuklædd undarleg vera
Egill veit ekkert hvað hún vill með hann gera
Veran spyr: Má ég koma inn?
Með sína mygluðu kinn
Já segir Egill
Og lítur sem snöggvast í spegil
Veran segir að foreldrar hans hafi verið myrt
Og á hinn óútskýranlegan hátt smyrt
Voru þau smyrt með smjöri
Virtist morðinginn hafa verið í miklu fjöri
Þá fer Egill að skæla
Veran segir: Ekki væla
Veran: Allt í plati
Egill: Ég var alveg á gati
Þá var veran móðir Egils
Sem hafði varið of löngum tíma í veru spegils
————–