Hvað sem ýtir gulu í grátt
og grýtir mér í veggi.
Nær mér hvorki í eina átt
né ungar mér úr eggi
Því enginn skilur drengsins draum
hve dæmalaust hans sál er aum.

Hver vill komast kænn í gegn
um konungsborinn lífsins þegn
Er sækir vatn úr vondum brunni
og veitir upp að samviskunni

Nei enginn nærist nálægð af
og nýtir sem sinn lífsins staf
Því hver vill styðja sig við skækju
og standa upp við slíka hækju

Nú búnar eru glaumsins glennur
og göt kominn í flestar tennur
Ég ætti helst að forða mér
í holu sem að enginn sé