Tvö lítil systkini
fylgjast að
sitt hvorum megin
-við veginn -
Ástin og hatrið.
Þau elska og hata
-hvort annað-
og laðast þó
að hvort öðru.
Vegurinn er ekki breiður
aðeins örmjótt strik.
-Það skeður-
að þau stíga yfir strikið
-Og þá -
verður hatrið að ást
og ástin að hatri.
Svo einfalt er það
-en sárt-