Þessa bæn samdi stórvinur minn Dr. Sigurður Ingólfsson frönskukennari við Menntaskólann á Egilsstöðum er hann var beðinn um að semja ljóð gegn heimsyfirráðsstefnu Bandaríkjanna og stríðinu í írak. Pælið í því, um 80% íslensku þjóðarinnar sagðist vera á móti stríði en yfir helmingur kýs flokka sem einmitt studdu stríðið, frekar skítlegt ef þið spyrjið mig, ég segi X-U!. Ljóðið var lesið upp á fjölmennum fundi 1.maí á Akureyri. Svona hljóðar það:


Æ gefðu Drottinn draumsýnina þína
sem dagur heimsins gaf með nýjan söng
Hið ein dýr sem drepur bræður sína
er dapurt þegar lífssýn þess er röng.

Æ gefðu Drottinn góðsemina þína
og gefðu mér að vera ekki dýr,
hið eina dýr sem drepur bræður sína
og dagar uppi þegar sálin flýr.

Æ gefðu Drottinn gleði aftur mína
þá gleði sem í hjarta mínu býr
að ég sé ekki dýr sem drepur sína
og daginn sem er alltaf splunkunýr.