_- Líf? -_

Líf mitt var einfalt, svo komu þessir svekkir.
eitt sinn var allt en núna er ekkert.
Hvað drífur mann áfram, hvað fær mann til að gera?
Hver ákveður dóminn, hver leyfir manni að vera?
Þær kalla á mig, í röddunum glymur,
allt brotnar undan mér, allt á mig hrynur.
hver er tilgangurinn? hver er rétta leiðin?
eiga allir sinn hlut, eða er ekki nógu stór sneiðin?

Í huganum geng ég í hugsi, en það er of mikið að túlka.
myrkrið umlykur sálina, mig að innan og utan.
samt sit ég fyrir framan ljósið, en ekkert sé.

Á brúninni stend ég, stari út í loftið,
allt líf mitt er tálsýn, á ekki einu sinni stoltið.
Í höfðinu hugsa ég, fer á sálarinnar fund,
þetta er niðurstaðan, minn staður mín stund.
Ég gref mína gröf, ég móta minn legstein,
mín vandamál hverfa, flý ekki lengur frá þeim.
Af hverju ekki bara að sleppa þessu, gleyma öllu sem skiptir máli,
hætta að finna til, brenna allt á báli.

Hvað ákveður hvort stíga skal skrefið?
hvaða hugsanir skulu ritast í bréfið?
Ég skulda þér ekkert, ég á ekkert inni
mundu þessi orð, líf, því nú kveð ég að sinni.

Ísak Sigurðsson