Til: GulluJ
Frá: Mér.
Love ya baby.

-Heimur minn skalf-

-Fólkið starði á drenginn sem kraup í rigningunni.

Hann grét, horfði í lófa sína og sagði:
Að þessar hendur hefðu aðeins einn tilgang, aðeins einn vilja.
Vilja til að strjúka hörund þitt,
Vilja til að þurrka þau tár af vanga þínum sem falla vegna sársauka eða sorgar.

Drengurinn stóð upp og breiddi út faðminn,
Hann hrópaði að þessi faðmur hefði aðeins einn tilgang, aðeins einn vilja.
Vilja til að umlykja þig og halda á þér hita.
Vilja til að tryggja þér öryggi og skjól.

Drengurinn dró upp lítinn spegil og starði í stúrin augu sín.
Hann sagði að þessi augu hefðu aðeins einn tilgang, aðeins einn vilja.
Vilja til að horfa á þig tímunum saman.
Án þin væru augu mín fyllt af tárum sorgar en ekki ótæmandi fegurð.

Drengurinn settist og lagði hönd á hjartastað.
Hann hrópaði að þetta hjarta hefði aðeins einn tilgang, aðeins einn vilja.
Vilja til að slá í takt við þitt,
Vilja til að geyma óendanlega ást sína á þér allt til enda veraldar.

-Drengurinn kraup og bað örlögin um að færa þér þessi orð

Ég vil þakka þér með kossi á hverjum morgni,
Þú fullkomnar mitt áður einmanna hjarta.
Það ert þú sem lætur hjartað slá örar
Og ástareldinn loga
-Eins og engill án vængja.
-Eins og ósk sem að rættist.
-Eins og draumur sem varð að veruleika.

Ég bið vindinn að leika á hörpunnar hár
Hjarta míns söngva og seið.
Ég bið Guð um að gæða’okkar ókomnu ár,
Gleði og greiðfæra leið.

Geymdu í hjarta þér myndina’af mér,
Brostu í minningu mína.
Ást mín er meiri en auga þitt sér,
Ást sem að aldrei mun dvína.

Drengurinn sem grét er ég
Og hún ert þú
Þessi frábæra þú
Þessi þú sem ég þrái
Þessi þú sem ég á svo mikið að þakka

Takk fyrir að vera þú, vera þú sjálf, eins og þú ert því að þannig ertu frábær.
Takk.