Í stundarbrjálæði
Og ég dreg þig
Dreg þig frá mér

Á augnabliki
Og ég missi takið
Er ég gríp

Á studarbroti
Og ég græt
Öfugum tárum

Óljóst, án tíma
Vinn ég ykkur
Í keppninni

Keppninni að tapa



Þetta er ljóð sem ég er ekki einu sinni sjálf komin svo langt með að ég sé búin að “greina það” (skilja sjálf um hvað það er!)
Ég sé ekki sjálf hvort eitthvað má bæta (er ekki góð í því) og mér finnst gaman að fá fólk til að greina og segja skoðun sína á því sem veltur uppúr mér á stuttum tíma. Svo endilega, bendið mér á hvað betur má fara! Ég hef fengið að vita að fyrir þessa “tegund” af ljóðum, þ.e.a.s. þau ókláruðu, sé korkurinn, svo gjöriði svo vel! :)