Það sem fer mest í taugarnar á mér er ófrumleiki. Þá er ég nú ekkert að fara fram á að hvert einasta ljóð sem fer inn eigi sér enga hliðstæðu í íslenskri ljóðagerð, heldur að menn elti ekki alltaf sama skottið og yrki í þemískri geðveiki í takt við allt sem “hinir” eru að yrkja um.

Það hefur verið áberandi að öðru hverju ryðja sér til rúms einhverjar ljóða-týpur sem ekki virðast hafa annað fram að færa en tilbrigði við forsíðuna og þá jafnan sjálfsvíg, náttúrudýrkun og ástarvella. Ég skora á Hugara að reyna að finna innan frá einhverjar kveikjur að ljóðum en apa ekki í taumlausri skrifgleði eftir þeim örfáu sem eiga til hugmyndaauðgi.<br><br>Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.