Rakst á þennan kork (og hinn) og renndi í gegnum nokkur ljóð sem birt hafa verið. Get ekki orða bundist og má til með að benda ykkur á að öll þau ljóð sem ég las (ca. 10) voru hvorki fugl né fiskur - sum jafnvel með málvillum. En ekki vandaði þó jákvæð viðbrögð: Hér virðist vera siður að hver sleiki annan upp og dásami ljóð hins hversu vond eða lítilfjörleg sem þau kunna að vera. Hvar er hin faglega umfjöllun? … Ef þið sem eruð á annað borð að setja saman ljóð, þorið eða viljð ekki benda á það sem betur mætti fara (sjáið það jafnvel ekki), þá er íllt í efni. Hvernig getið þið gert betri ljóð ef enginn gagnrýnir?
Ljóðagerð er ekki bara tilfinningar heldur einnig form og auðvitað beiting og meðferð tungumálsins. Í aðeins 1 ljóði rakst ég á myndhverfingu.

Það er einstaklega dapurlegt að sjá ljóð á erlendu tungumáli, jafnvel svo klúðurslega ort að lesandinn á bágt með að verjast brosi. Ef málkennd þeirra ljóðskálda sem hér yrkja er ekki meiri en svo að þau treysta sér ekki til að yrkja á móðurmálinu þá ættu þau einfaldlega að snúa sér að einhverju öðru.

Legg svo til að þið farið pæla betur í hlutunum og lesið, lesið, lesið ljóð!<BR