Mér datt í hug að skilgreina þetta hugtak hérna á korki. Þetta er bara mín aðferð…

Þegar ég nota hugtakið flæði á ég við að láta eitthvað steyma áfram í gegnum hugann án þess að stoppa eða pæla. Ég til dæmis geri þetta alltaf ef ég les bækur, ljóð eða horfi á myndir. Læt efnið flæða yfir mig án þess að reyna að skilgreina það eða túlka. Ég verð að svo að skoða málið betur ef ég ætla að gera eitthvað meira með það.

Ef eitthvað truflar þetta flæði, t.d. ófullnægandi trúverðugleiki eða slöpp tæknileg framsetning (eins og stafsetning í texta eða ósamræmi í hljóð og mynd) skemmir það alltaf verkið í heild sinni. Maður er truflaður við að upplifa eitthvað.

Ég veit ekki hvort þetta er einhver “rétta túlkunin” á hugtakinu en gaman væri að heyra álit annara á viðfangsefninu :)<br><br>Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.