án vitundar minnar læðist að mér hugsun
og ég stend upp úr rúminu
labba inn á bað og loka hurðinni
svíf líkt og í draumi

ég stend og stari á spegilinn
hvaða tóma andlit starir á móti mér
hvaða svarti maður stendur á bakvið mig
þetta eru hinar ímyndir mínar

við erum þrjár spegilmymdin skugginn og ég
hver og ein táknar ákveðna persónu
allar þrjár með ávkeðinn tilgang
hver og einn með sín leindamál

spegilmyndinn ímyndinn sem aðrir sjá
yfirborð mitt sem dúkur blekkinga
falið bakvið augnskuga,föt og platbros
ímynd sem þjóðfélagið vill sjá

skugginn fortíðin sem felur sig bakvið mig
skugginn sem kemur þegar ljósin eru kveikt
og umvefur mig alla þegar ljósinn eru slökt
minningar sem ég gleymi ekki

ég sjálf, hugsun falin bakvið grímu spegilmyndarinnar
sál ásótt af skuggum fortíðar
blað sem flýtur með niður á fjöldans
óskandi þess að vera lax sem syndir frjáls,

en án þess að hugsa mig um tek ég varalitinn
smyr honum á varir mér kyssi spegilmyndina
sný baki í skuggann
og horfi klökktum augum á lífið gegnum grímu dagsins í dag.




álit….