Hún leggur sitt besta silfur á borð
baðar angana, engin tími fyrir smók
hann situr í stofu segir ekki orð
syfjulegur lepur sitt romm og kók

Með tár á hvörmum og hendur rauðar
hún sósu lagar og kjötið steikir
ilmurinn færir líf í tóftir auðar
og bóndinn út í bæði sleikir.

Kona ertu búin að bursta mína skó
ég bráðum þarf að drífa mig á ról
vonandi er á fötum mínum engin ló
í kvöld eru jú að koma heilög jól.