Hæ hó allir saman.
Hef nú ekki verið hérna lengi, en datt í hug að fara að kíkja aftur.
Átti þá 2 mánaða gamlan póst yfir síðusta innlegginu mínu þar sem ég setti út á ljóð um sjálfsmorð sem taran skrifaði.
Stelpan var þetta viðkvæm að hún tók gagnrýni minni sem gagnrýni á hennar reynslu.
Vil bara segja taran að ég gat engan veginn vitað að hún væri að tala um sína eigin reynslu, hefði þá kannski ekkert verið að tjá mig. Fyrir mér leit þetta bara út fyrir að vera ljóð sem mætti tala um og hafa skoðanir á eins og öll önnur ljóð.
En annað er að kannski er ég að misskilja þessa ljóðasíðu á huga.
Ég tók þessu sem svo að hér ættu að fara fram skoðanaskipti um ljóð og fólk kæmi með ljóðin sín hér til að fá einmitt gagnrýni á það sem betur mætti fara og svo hrós yfir því sem gott er.
Ef svo er ekki látið mig vita - en ég vona innilega að þessi síða sé ætluð fólki sem vill læra eitthvað og fá ábendingar en ekki bara “váh- snilld - flott”…..skil þá ekki alveg tilganginn með því að birta ljóðin sín hér.
Mínar bestu kveðjur,
Rakkki