Naprir vindar og heldimm ógnarský
æða um mín hugarlönd.
Ekki einu sinni yndisleg sólin né vorgolan hlý
geta leyst þessi andans ógulegu heljarbönd.

Sem á hrikalegum blóðvelli hjarta mitt er
nær líflaust í krömdu brjósti bærist.
Öll gleði og orka er tekin frá mér
nær dauðans þöglu dyrum andinn færist.



Svarta þoka og niðdimm nótt
sálu mína fjötra
hvorki vorgolan né sólin hlý
geta leyst þau heljarbönd.

Á blóðvelli hjarta mitt er
svo líflaust í brjósti bærist.
Öll gleði og orka er farin frá mér
nær dauðansdyrum óðum færist.


Hugur minn er fjötraður
í niðdimma þoku
hvorki ástin né vonin
geta leyst þau heljarbönd.