Hér vil ég fá að birta ljóð eftir bróður minn, en hann hefur ort ljóð frá unga aldri og mörg þeirra hafa hlotið verðskuldaða athygli. Sum eru þó undarlegri en önnur og langar mig endilega að fá viðbrögð ykkar við þessu ljóði. Það skal tekið fram að ljóðið er birt með hans samþykki.

Hér kemur ljóðið:

Fimmti hver bróðir er í samfélaginu
Fimmti hver bróðir er í útilegu
Fimmti hver bróðir er í samfestingi
það gerir meira enn helming bræðranna en hinir eru þá líka út af laginu.

Ef einhver brýtur í bága við þessar staðreyndir lífs míns mun ég, hinn sjóndapri, prýða göturnar um áramótin sem óbreyttur borgari í þessu framtíðar samfélagi. Ekki hef ég haft mikla reynslu af staurblindum en stundum tefli ég fram kenningum sem gætu haft í för með sér framfarir á þeim sviðum.