Ég hef verið að lesa greinarnar hér og finnst flest ljóðin hér barasta ansi góð. Þó tek ég eftir að flest þau frumsömdu eru “atómljóð” þ.e. órímuð. Ég er alls ekki að segja að það geri þau slæm, síður en svo. En ég fór bara að hugsa um öll klassísku ljóðin, eftir t.d. Jónas Hallgrímsson og Davíð Stefánsson (Einar Ben. og fleiri líka) og velti því fyrir mér hvort til séu einhver klassísk órímuð ljóð. Steinn Steinar var náttúrlega einn sá besti í atómljóðum og hann hefur hjálpað mikið til við að koma órímuðum ljóðum á stall, en ég man ekki eftir að hafa verið kennt neitt órímað ljóð í grunnskólanum… Hvernig stendur á því?
Reyndar held ég meira upp á rímuð ljóð en mér finnst ég samt hafa farið mikils á mis. Mér finnst að það ætti allavega að kynna krökkunum einhver atómljóð með öllum hinum.
Refur


P.S. hér eru ástæður fyrir því að ég held meira upp á rímuð ljóð
- það er auðveldara að muna þau (til þess voru nú stuðlar og höfuðstafir gerðir, held ég, til að “binda saman” ljóðið.
- ég tel það vera erfiðara að gera gott rímað ljóð en gott atómljóð (þetta er þó álitamál)
- sorrí en mér finnst þau bara fallegri, meiri kraftur í þeim, hrynjandi og flæði….
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil