Það er mín skoðun að ljóð séu ekki þess eðlis að hægt sé að flokka þau í góð og vond eftir því hvort þau séu ort innan þess ramma sem bragfræðin býður eða hvort þau séu með óhefðbundnu sniði. Mér finnst sorgleg sú afstaða að telja hefðbundna “ramma” eins og atkvæði, stuðla og höfuðstafi til þess eins að skipa ljóðum í “hærra sæti” og eins að telja þá óþarfa bull. Það sem skiptir máli að mínum dómi er að ljóð hafi annaðhvort sterka tilfinningu, boðskap eða séu myndrík. Mér finnst auðveld að yrkja ljóð sem eru bragfræðilega rétt en gallinn er bara sá að ef maður fer þá leið þarf maður oftastnær að klína inn einhverjum aukaorðum sem koma innihaldi ljóðsins ekkert við og það dregur úr styrk þeirra.
Hitt er annað mál að þegar saman fara hefðin, formið og snilldarhugmynd þá fer ég að gráta af gleði og það er einmitt þess vegna sem menn eins og Jóhannes úr Kötlum, Hallgrímur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Páll Ólafsson, Jóhann Sigurjónsson, Davíð Stefánsson og Steinn Steinarr eru mér svo einkar kærir. Önnur skáld sem ekki fara endilega bragfræðilegu leiðina standa mér líka nærri eins og Megas og fleiri góðir (shit engin kona).
Þessar skoðanir eru bara mínar persónulegu skoðanir og það er bókstaflega særandi þegar einhverjir “snillingar” vaða áfram og alhæfa hægri/vinstri um það hvernig á að yrkja ljóð. Eins þegar fólk sér ekki út úr augunum og treður annars ágætum hugmyndum í ónýtar og snarvitlausar bragháttarbrækur svo útkoman verður eitthvað á þessa leið:

Hjarta mitt frosnaði.

Hjarta mitt frosnaði,
eins og ör losnaði.
Fljúgði útaf sporum
og snéru aftur að vorum.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.