Það er nú svo að ef maður vill verða góður í einhverju, skiptir þá ekki öllu máli hvað er, verður maður að hafa á valdi sínu ákveðna þekkingu, æfingu og tækni. Og maður æfir sig. Hvort sem æfingin er fótboltaæfing, hljómsveitaræfing eða stafsetningaræfing. Halldór Laxnes hafði gott vald á íslenskri tungu og yfirgripsmikla þekkingu á málsögu og málfræði, auk þess að tala og skrifa (eins og innfæddur) fjölda tungumála. Einmitt þess vegna gat hann gerst svo kræfur að semja sínar eigin stafsetningarreglur. Við þessi meðalgreindu höfum ekkert í Laxnes að gera, hvorki sem skáld né fræðimann. Það er mín skoðun að fólk sem ekki vill æfa sig sé annaðhvort fólk sem þolir ekki gagnrýni eða sem er í eðli sínu letingjar. Þeir sem telja sig of fína til þess að koma sér upp grunnþekkingu ættu alls ekki kokka ofan í ókunnuga eitthvert sull.
Við hér á Huga-ljóðum erum öll að æfa okkur og ég vil fullyrða að ekkert okkar er of fullkomið til þess að sýna lágmarks viðleitni til metnaðar og að sjálfsögðu almenna kurteisi:)
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.