Ég sendi bréf á vefstjóra (sjá fyrri póst)
fékk þetta svar!



Þetta er til þess að fólk sé ekki að senda inn eitthvað af öðrum erlendum síðum sem er ekki eftir þau. Hugi.is er síða á íslensku og er okkur ekki vel við að fá brandara, smásögur eða ljóð á ensku.

Það eru flestir Íslendingar sem kunna ensku en athugaðu að það eru bara alls ekki allir.

Í von um skilning,
kveðja,
Vefstjóri






Hvað er að stoppa okkur í að taka ljóð af erlendum síðum og þýða þau á íslensku???? Mér þykir að mér vegið og ég ætla að taka mér alvarlegann íþóttunartíma til að ákveða hvert verður mitt næsta skref. Ef þetta á að standa þá á ég ekki erindi hérna vegna þess að allt sem ég skrifa nú orðið er á ensku!

diaphanous
…svolítið ráðvillt!


E.s. hvað ef ég skrifaði á dönsku? Hann tiltekur bara ensku í bréfinu!?