Ég veit aðeins fátt um ekki neitt
og ennþá minna um annað
Suma daga ég brosi breytt
en býst við að slíkt sé bannað.

Ég hlæ oft svo hátt
að ég heyri ekki neitt
Allt mitt stefnir í eina átt
og engu er breytt.

Innum annað og út um hitt
endalausi straumur
Í huga mínum hjarta mitt
hjarðsveinsins ljúfi draumur

Einn á einskis manns landi
eins og kvistur á tré
Eins og hundur bjargarlaus í bandi
bjarma í fjarska ég sé

Þeir brenna jú bækur þar
Bjarni frændi og vinir hans
Telja að sérhvert svar
sé falið í brjósti manns.

Og ég veit því minna um meira
minnst um ekki margt
Í huga mér að heyra
hlusta á tómið svart.

Og þau sem aldrei áttu
eina von um frið
Ljúfastur ekki láttu
leikinn menga þitt svið.

Biddu með mér bænir þínar
og bjóddu svo góða nótt
Þær skulu þegja vofurnar mínar
þannig að þú sofir rótt.

Málið bundna í logandi bók
birtast skuggamyndir
Hver var það er kærleikann tók
og kastaði fram orðinu, syndir!

Og ennþá veit ég ekki neitt
um allann heimsins ótta.
Líklegt er að mér þyki leitt
að leggja enn á flótta.
Gríptu karfann!