hér er líka eitt flott..

Barnagæla
———

segðu mér sögu
segðu mér söguna af því
þegar þú dast í sjóinn
þegar þú braust rúðuna
þegar þú tjargaðir hanann
þegar þú kastaðir grjóti í gumma
þegar þú söngst klámvísuna fyrir ömmu þína
þegar þú laugst að afa þínum
þegar þú skiptir um haus á fiskiflugunum
þegar þú stiklaðir yfir ána rétt fyrir ofan fossinn
þegar þú skreiðst undir girðinguna á rósuhústúninu
þegar þú drapst rottuna
þegar þú gekkst afturábak í poll í sparikjólnum
þegar þú reifst nýju svuntuna
þegar þú drakkst brunnklukkuvatn
þegar þú skemmtir skrattanum á sunnudegi
þegar þú kvaldir ljósið á jólunum
þegar þú hlóst í kirkjunni
þegar þú klifraðir uppá dvergasteinsvegg
þegar þú bentir á skip
þegar þú steigst á strik
þegar þú blótaðir þrisvar í röð
þegar þú varst lítill strákur
eins og ég og mamma mín


höf. Vilborg Davíðsdótti