stjörnublik óðar en stjörnurnar rísa
stjarfar þær sökkva í gleymskunnar mar
norðuljós norðar en lands milli ísa
niður þau ferðast er sól vaknar þar…

blá milli brúna dvelja einmana augu
blásin af veðri þau þurfandi leita
sjómannsins sýn skapar grámöskvabaugu
hann sendist sem rakki til hafsins óheita…

dvelur þá gjarnan við girndarinnar þrá
gömul er minning um hlýfaðma frú
tárin í augum þau stingast sem strá
stúrinn en má ekki hugsa um hjú…



konan beið lengi og þráði sinn þröst
þrúgandi biðin varð fljótt eitt of löng
þrösturinn sigldi sína eilífu röst
seint varð svo kerlingin manninum ströng…

hún rak hann á dyr er duggan kom aftur
dulítið rifrildið heyrðist um bæinn
dögunum saman hann varð drukkinn raftur
dró sig svo upp er hann sá á ný sæinn…



sem fyrr nú sækir hann harðlynda hafið
horfin er löngun um hlýtt frúarfang
á endanum lík hans í hafi finnst grafið
harðlega bundið í kalt sjávarþang…


-pardus-

***Jæja… hvernig fannst ykkur svo? Var þetta ekki bara ágætt? Fullt af myndmáli, réttir stuðlar (yfirleitt), gott rím og góður hrynjandi (ekki rétt hjá mér?) ;)***
P.S. Ætlað sem svar til Sólufegri og tmar - síðustu orðin voru ekki mont ;þ
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.