Í dögun mun fara
þögull og fár.
Í svart tómið stara
fölur og grár.
Hann augunum lygnir
andvarpar lágt
brjóst sitt signir
og segir fátt.
Á enni dropar sviti
hendur skjálfa títt.
Í kroppnum enginn hiti
þótt úti sé hlýtt.
Að baki liggja gömul spor
sem gleymd eru nú.
Þá hafði hann dug og þor
og á lífinu trú.
Í vasa geymir nálar
sprautu og dóp.
Heilafrumum kálar
með hassi og kók.
Orðin er að skugga
af sjálfum sér,
vel földum glugga
sem enginn sér.
Höf/Dagga.