Gulur sófi situr
og út um gluggann horfir.
Hann sér þar lítinn fugl
í bleikum gúmmískóm.
Sófinn sér hann fljúga
og friðsæll fuglinn er.
Sófinn guli tárast
þótt hann mjúkur sé.
Ef einhver settist í hann
þá glaður yrði hann,
En hann óskar sér vængja
til að komast að sannleikanum.
Hann á sér draum um ekkert.