…dúnmjúkir faðmarnir með sakleysisblæ
freista mín meir en Drottins mikla ríki
heldur vil ég dvelja þar dögunum saman
en daga upp sem engill í ástarinnar sorg…

…brennheitt fang mitt er tilbúið þér
búin er biðin en ég bíð þín enn hérna
hvar ertu ég spyr út í loftið sem asni
á svipstundu rennur upp fyrir mér ljós…

…ef bíð ég þín svona sem einmana dáti
sé ég þig aldrei því þú munt ei koma
heimska mín stórefld í huganum dafnar
hef ég ei kveikt á hinni einu réttu peru…

…við sitjum æ hissa og bíðum og væntum
en hlessa við sjáum ei upp í hendur koma
allt sem við viljum og bíðum leið eftir
við ættum að akta og ná í það sjálf…

…bið er aðeins framkvæmd af fáfróðum mönnum
ferðu að leita kanntu að finna allt sjálfur
ef lúrir ei kona í þínum mjúku heitu föðmum
á flakk skaltu fara og finna hana sjálfur…

…hamingja kann ekki að stökkva né ganga
leitaðu því sjálfur og reyndu hana að fanga…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.