Að sjálfsögðu er ekki til nein regla um það og ég efast um að það séu til margar formlegar reglur um ljóð. Þetta er frekar óáþreifanlegt fyrirbrigði eins og bókmenntir yfirhöfuð.
Engu að síður er það eitt af þeim hlutum sem ljóð hafa umfram aðra texta, og það sem gerir ljóð að ljóði.
Ljóð eru yfirleitt með myndmál. Ég býð þér að sýna mér ljóð sem er ekki með myndmál, og þá meina ég eftir skáld sem við öll þekkjum og hefur gefið út bækur. Það tekur þig tíma að finna slíkt. Kannski eftir Kristján Þórð Hrafnsson. En ef þú ætlar að sleppa því að nota myndmál verður þú að hafa einhverju aðra snilld fram að bjóða, eitthvað einstakt í ljóðinu þínu.
Myndmálið er til þess hugsað að við öðlust dýpri sýn og skilning en við fáum af fyrirbærinu í venjulegu máli.