Séð þar eð ég hef verið að láta gamminn geysa yfir ljóðum ykkar datt mér í hug að leyfa ykkur að sjá eitthvað eftir mig…
frekar gamalt og alls ekki það sem ég hef verið að fást við undanfarið en stendur samt fyrir sínu!





hugsanir mínar kræklóttar greinar fulllaufgaðs trés
sem klæðst hefur vetrarham

hjarta mitt hrópar að óréttlæti heimsins
hugur minn kvalinn af hugsunum gærdagsins
heimur minn fylltur af þrá
hamingja mín rjúkandi rústir af áður heilsteyptu altari,
þér til heiðurs

Paradísarfuglinn hefur fellt fjaðrir sínar
og í fjarska sést sólin síga bak við grá skýin.




diaphanous
…kýs að halda sig djúpt þenkjandi!