Arafat og Sharon sitja við taflborð,
tefla litla skák,
dómarinn bíður,
áhorfendurnir sofa,
skákin er svo löng, svo löngu búin.

Tveir kóngar einir eftir standa,
neita að gefast upp,
en geta ekki unnið,
neita að gefast upp,
því líf þeirra er tafl.



En í raunveruleikanum á lítilli grein,
í miðri eyðimörk gamla landsins,
þar sem vindurinn feykir sandinum,
eru tvennar hálsfestar merktar…

…Arafat og Sharon, bræður í stríði er neituðu að gefast upp, fyrr en allir voru dauðir…