Sálfræðigutti - í einmana borg …sjálfar geta sálir sent skugga á braut
sýking í huga er ímyndun ein
ég ráðlegg þér: sestu í framtíðar skaut
sorgirnar hverfa og hljóðna öll vein…

…ef fiðringur leynist í hjarta þér sterkur
á ljóshraða boðin til heila þá fara
þar skaltu þau greina sem sekúndu verkur
því lengi þau aldrei í rauninni vara…

…ef veltir þú einmana grátbitnum vöngum
yfir vælinu veiku sem heyrist í þér
þá skaltu ekki staldra á sjálfsvorkunn löngum
styrktu þig maður – sorgin hún fer…

…þó kannski þú sjáir ei leið út úr vanda
þýðan mun koma að lokum að vori
engin ástæða er til að hætta að anda
æ leynast mun demantur í tilveruslori…

…gleðin er þarna ef þú nennir að bíða
í raun er löng biðin ei svo löng í raun
þó angist virðist vond og lengi að líða
venstu fljótt sjálfur lífs eilífðar daun…

…allir finna fyrir sorg á sinni stuttu ævi
sinnið er þó ekki slæmt fyrir því
sjáðu! þú finnur brátt líf við þitt hæfi
þá verður sveitt biðin – ei fyrir bí…



…haustið það kemur og þá fjölgar þeim mikið
þurfandi mönnum sem finna fyrir sorg
þó peningaveski mitt þyngist fyrir vikið
þá gleðst ég ei yfir að heyra þeirra org…

…ég er sálfræðigutti – í einmana borg…



-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.