Orðin leka lítil í sér úr pennanum
deyja snöggum dauðdaga
í líkhvítu líni í einföldum röðum.

Fingurnir eins og í svart hvítri mynd
þjóta í svart hvítri þoku yfir blaðinu
og staldra við nokkra svart hvítar sekúndur
til að leyfa stjórnandanum
að grafa sig aðeins dýpra.

Og hann finnur glópagull
treður inn á sig verðlausum setningum
grjóti og mold
sem kaffæra ójarðsungnu orðin
í lánuðum leirburði.

Hann slær sig til riddara
sest við hringborð heimskunnar,
bitlaust sverð hans drattast eftir gólfinu
og rispar nýtískulegar línur
boga og einn einasta púnkt
sem engin tekur eftir.
—–