Stafrænn hugurinn svífur meðal fjarlægra sólkerfa
reiknandi kvaðratrótina af einum
með endalausum aukastöfum

brennur yfir afslættinum við búðarkassann í Bónus
kór auglýsinga syngur ljúfa tóna í eyrun köld
með rámri röddu syng með
þótt ég kunni ekki textann
slefa yfir hamingju brosandi módela á neytendapökkum
fylli körfuna af verksmiðjuframleiddum lífsgæðum
í nafni Vísa, föðurs og hinum heilaga anda
amen

hjartað tekur kipp er innheimtumenn banka hömlulaust
hrægammar svífandi miskunnarlaust yfir hræið
sem liggur hreyfingarlaust
sálaró færist yfir andlitið um leið og sjónvarpið hækkar
öskur lögfróðra manna dofna við endursýningu á Friends
“True words are never spoken”