Þvílík tímasetning á þessu áhugamáli ! Undanfarna daga hef ég verið að sökkva mér í ljóðagerð og langar mig að pósta eitt ljóð hér, það heitir Óendurgoldin ást.

Óendurgoldin ást

Ef við værum ljósastaurar, væri ljós mitt löngu dáið,
ég hef beðið eftir þér svo lengi og horft útí bláið.
Samband okkar það varð aldrei náið,
ég reyndi oft, en aldrei kom jáið.

Það vantaði ávallt eitthvað svo við næðum saman,
en alltaf sýndi ég stillingu.
Við hlógum oft og höfðum gaman,
en hjarta mitt skorti alltaf fyllingu.

Bros þitt yljar mér um hjartarætur,
það nær minni sál að rugga.
En ef þú einhvern tíman grætur,
veistu að ég mun þig hugga.

Þú býrð yfir undursamlegum þokka
og hjarta mitt er í hnút.
Þú hefur náð mig að lokka,
í ástarnet og ég kemst ekki út.

Ég held að enginn skilji, hvað ég þrái þig mjög,
en kannski muntu það einn góðan veðurdag sjá.
Því ég mun reyna í lengstu lög,
að heilla þig og í þig ná.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _