Ég hræðist ekki hafsins reiði
eða hitann af vítis báli
Ég hef alltaf verið á öndverðum meiði
í öllu sem skiptir máli.

Ég óttast ekki dauðann mjúka
og ekki lífið heldur
En hatrið grafið í hugann sjúka
og heiftina sem því veldur.

Svört nóttin situr úti, horfir inn
svæfir hún mig og huggar
Kossar hennar sefa huga minn
hlýir og gefandi skuggar.

En mig hræðir hið innra myrkur
magnað í styrkleik sínum
Árin líða og eykst þess styrkur
upphafið að endalokum mínum

Ég hræðist aðeins ósköp fátt
og elska aðeins þig
Hef ég engann óvin átt
utan sjálfan mig.
Gríptu karfann!