Ég mun ei gleyma okkar stundum,
leynilegum ástarfundum
Er við vorum ein og sólin skein,
ég man hvað ástin var hrein.

Þú varst sú eina sem ég vildi,
þú sú eina sem mig skildi.
Framtíðin virtist svo óhemju björt,
loks var hún ekki mér svört.

En nú er þetta allt saman breytt,
lífið sama og ekki neitt.
Nú verður ekki aftur snúið,
því nú er líf mitt búið.

Nú ligg ég hér í þangi og þara,
á hverjum degi mig langar að fara,
skríða á land og fá þig að sjá,
þitt ljósa hár og augun blá.

Ég salta sjóinn með mínum tárum
er ég sé andlit þitt speglast í bárum,
það dofnar með árunum sem líða,
brátt muntu ekki mín lengur bíða.

Er ég horfinn úr þínum huga,
hefur sorgin þig líka bugað?
hugur minn þér ætíð fylgir,
ég vona að þú mig ennþá syrgir.