Hann vildi vera góður maður
alla daga og alla nætur
brosti til heimsins
og vildi hjálpa
þáði aldrei neitt að launum
gaf allt með glöðu geði
krafðist aldrei neins af öðrum

Var hann kannski helgur maður
eða bara heimskur einfeldingur
því enginn vildi ráðum hans fylgja
bara þiggja og biðja um meira

Kom sá dagur
að hann ekkert lengur átti
bara góðvild og brosið sæla
og hamingjuna