þetta ljóð gerði ég í íslenskutíma því við vorum að fjalla um myndlíkingar og ég ákvað að búa til eitt yndislega væmið uppá grínið. þetta er afraksturinn:

Með regnbogann í augunum

Það er blindandi að vakna
með regnbogann í augunum.
Ég lít undan og út um gluggann
og horfi á sólargeislana
renna sér á skíðum
niður fjallshlíðarnar.
Ég ligg í rúminu og stari á gullpottinn
sem leynist undir regnboganum.
Ég velti því fyrir mér
hversu lengi boginn endist
og hvort potturinn verði alltaf þarna.
Skyndilega vaknar hún
og við tvö horfumst í augu
með regnbogann í augunum.



hehe hvað fæ ég marga ælupoka í einkunn? :)