í myrkrinu kemur ljósið
í rigningunni birtist sólin
við vatnið myndast regnboginn
maginn á mér rólar sér úti
og stekkur eins langt og hann getur
þegar ég sé þig.

ástin ýtir maganum áfram
svo fast ýtir hún, að maginn dettur
Heilinn skammar ástina
en ástin bendir bara á magann

á meðan rigningin fellur á hárið mitt
þegar ég sit við sandkassann og moka
sand yfir tárin, sem hverfa í sandinum
ætli það sé sól á morgun spyr ég skýin
skýin hrista bara hausinn

húsið bíður mig velkomin
ég sofna og býð draumunum
að ganga í bæinn.
————————————————